Netfyrirtækið Ebay hefur unnið sigur í langvarandi deilu fyrir dómstólum við framleiðendur ýmissa heimsfrægra munaðarvara um rétt til að selja eftirlíkingar af vörunum á uppboðsmarkaði Ebay, segir í frétt Financial Times.
Um var að ræða slag Ebay við snyrtivöruframleiðandann L'Oréal í Frakklandi. En fleiri fyrirtæki hafa höfðað mál, ekki síst þau sem framleiða dýrar handtöskur, skartgripi og ilmvötn. Ekki er þó enn ljóst hvort um fullnaðarsigur Ebay er að ræða.