Olíuverð hefur lítið breyst í dag þrátt fyrir tölur, sem birtar voru í dag og sýndu að hráolíubirgðir í Bandaríkjunum minnkuðu um 4,7 milljónir tunna í síðustu viku. Þessar tölur komu á óvart en sérfræðingar segja að dregið hafi mjög úr eftirspurn þar í landi.
Verð á hráolíutunnu fór í 60,08 dali á markaði í Bandaríkjunum í gær og hafði þá ekki verið hærra í hálft ár. Það lækkaði heldur í dag og var 58,91 dalur tunnan.
Í Lundúnum seldist tunnan af Brent Norðursjávarolíu á 57,94 dali.