Vaxtagreiðslur af eignum útlendinga hér á landi nema um 11 milljörðum króna í júní að mati sérfræðinga. Eigendur þessara peninga hafa heimild til að skipta þeim yfir í gjaldeyri samkvæmt gjaldeyrisreglum Seðlabankans. Sé gengishagnaður af krónueign útlendinga lagður við ættu þeir rétt á að skipta um 16 milljörðum í gjaldeyri.
Þrátt fyrir heimild til að skipta þessum krónum í gjaldeyri þarf það ekki að gerast með tilheyrandi veikingu krónunnar. Þeir sem hafa rætt við eigendur þessara eigna telja þá þolinmóðari en margir halda hér á landi. Krónueign séu aðeins lítill hluti af eignasafni þessara aðila, vaxtastig ágætt og þeir óttast ekki hrun krónunnar. Það gefi þeim aukna þolinmæði. bjorgvin@mbl.is