Flest olíufélögin hafa hækkað verð á eldsneyti í gær og dag. Orkan hefur þó ekki hækkað verð hjá sér og er algengt verð nú 155,80 krónur á bensínlítra og 160,20 krínur á dísilolíulítra.
Stóru olíufélögin þrjú, Olís, N1 og Skeljungur, hækkuðu verð á bensínlítranum um 5 krónur í gær og á dísilolíulítra um 3 krónur. Er algengt verð í sjálfsafgreiðslu þar nú 162,40 krónur á bensínlítra og 164,80 krónur á dísilolíulítra.
Atlantsolía hækkaði verð í morgun. Þar kostar bensínlítrinn nú 160,90 krónur og dísilolíulítrinn 163,30 krónur.