Seðlabankinn í klemmu

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Ákveðin yf­ir­lýs­ing Fra­nek Rozwadowski, sendi­full­trúa Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, um tak­markað svig­rúm Seðlabank­ans til frek­ari lækk­un­ar stýri­vaxta hef­ur vakið mikla at­hygli í morg­un. Geng­ur skoðun hans gegn yf­ir­lýs­ingu Svein Har­ald Øygard, seðlabanka­stjóra, 7. maí síðastliðinn um um­tals­verða stýri­vaxta­lækk­un í júní verði ákveðnar for­send­ur upp­fyllt­ar.

Rozwadowski hélt er­indi á degi Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja í morg­un. Þar hélt hann því meðal ann­ars fram að vaxta­lækk­un­in, sem þegar er orðin, væri búin að ná því marki sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn teldi hægt að fara í við nú­ver­andi aðstæður. Stjórn­völd ættu í raun ekki skilið að stýri­vext­ir yrðu lækkaðir meira á meðan þau hefðu ekki upp­fyllt þau skil­yrði sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn setti þegar hann veitti Íslend­ing­um neyðarlán.

Mik­il­væg­ar for­send­ur

Mat Rozwadowski á nú­ver­andi aðstæðum fer gegn yf­ir­lýs­ingu Svein Har­ald Øygard, seðlabanka­stjóra, þegar stýri­vaxta­lækk­un bank­ans var kynnt 7. maí sl. Øygard hélt því fram að stýri­vext­ir myndu lækka um­tals­vert til viðbót­ar í byrj­un júní væru ákveðnar for­send­ur upp­fyllt­ar. Í fram­hald­inu yrði lækk­un stýri­vaxta tek­in í smærri skref­um.

Reynd­ar lagði seðlabanka­stjóri áherslu á þess­ar for­send­ur fyr­ir frek­ari stýri­vaxta­lækk­un­um. Þær voru helst­ar stöðugt gengi krón­unn­ar, mikið aðhald í rík­is­rekstri, samn­ing­ar um Ices­a­ve yrðu kláraðir, út­ganga jökla­bréfa­eig­enda og end­ur­skipu­lagn­ing bank­anna.

Þrýst­ing­ur á rík­is­stjórn­ina

Því má halda fram að áhersl­ur seðlabanka­stjóra og full­trúa Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins séu sam­hljóma í þess­um efn­um. Það virðist greini­legt að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn er, með orðum sendi­full­trúa hans hér á landi, að setja enn frek­ari þrýst­ing á stjórn­völd að upp­fylla þau skil­yrði sem sett voru fyr­ir sam­starf­inu við sjóðinn. Hins veg­ar gaf  Øygard sterk­lega í skyn að von væri á um­tals­verðri stýri­vaxta­lækk­un í júní á meðan Rozwadowski sagði það ekki hægt við nú­ver­andi aðstæður.

Fátt bend­ir til á að mikið breyt­ist á vett­vangi stjórn­mál­anna það sem eft­ir lif­ir af maí, sem gæti mýkt þá af­stöðu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Ljóst er að þrýst­ing­ur­inn er núna á rík­is­stjórn­ina, að skapa þau skil­yrði svo hægt sé að lækka stýri­vexti.

Seðlabank­an­um til ráðgjaf­ar

Svo er stóra spurn­ing­in sem erfitt er að fá svar við. Hversu miklu ræður Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn þegar ákvörðun um stýri­vexti er tek­in? Form­lega svarið er að sjóður­inn er bara ráðgef­andi en ákvörðunin sjálf á hendi pen­inga­stefnu­nefnd­ar. Fleiri en færri telja að þessi ráð sjóðsins séu í raun fyr­ir­skip­un um hvernig halda skuli á mál­um hér á landi vilji stjórn­völd halda áfram sam­starf­inu við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.

Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, á …
Arn­ór Sig­hvats­son, aðstoðarbanka­stjóri Seðlabank­ans, og Svein Har­ald Øygard, seðlabanka­stjóri, á blaðamanna­fundi ný­lega. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK