Skuldabréfin lækka hratt

Kauphöllin
Kauphöllin Kristinn Ingvarsson

Skulda­bréf hafa fallið í verði í Kaup­höll Íslands í dag í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar sendi­full­trúa Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í morg­un, að aðstæður bjóði ekki uppá frek­ari stýri­vaxta­lækk­un. Velta með skulda­bréf hef­ur verið mik­il eða tæp­ir 11 millj­arðar króna.

Styttri skulda­bréf­in hafa lækkað meira en þau sem eru með lengri líf­tíma. þannig hafa rík­is­bréf, sem eru á gjald­daga 2019, lækkað um 1,79% í viðskipt­um dags­ins. Verðtryggð íbúðabréf hafa einnig lækkað. Íbúðabréf á gjald­daga 2024 hafa til dæm­is lækkað um rúmt 1%.

Yf­ir­lýs­ing sendi­full­trúa Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í morg­un gaf til kynna að stýri­vext­ir yrðu ekki lækkaðir um­tals­vert í júní eins og Seðlabank­inn hafði gert ráð fyr­ir. Þeir sem eiga í viðskipt­um á skulda­bréfa­markaðnum lesa í þessi skila­boð og telja greini­lega að sú hækk­un sem hef­ur verið á áður út­gefn­um  skulda­bréf­um haldi ekki þar sem vext­ir verði leng­ur hærri en vænt­ing­ar stóðu til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK