FME sektar Nýsi um 10 milljónir

Nýsir hefur rekið margar opinberar byggingar.
Nýsir hefur rekið margar opinberar byggingar. mbl.is/ÞÖK

Fjármálaeftirlitið hefur sektað Nýsi um tíu milljónir króna fyrir að skila ekki endurskoðuðum reikningi félagsins og dótturfélaga. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að þegar fyrir liggi hvort það muni takast að bjarga félaginu verði tekin ákvörðun um ársuppgjör vegna ársins 2008. 

Í tilkynningunni er tekið sérstaklega fram að stjórnendur félagsins hafa látið af störfum. Um miðjan febrúar s.l. keyptu kröfuhafar allt hlutafé í Nýsi hf. og hafa fyrri eigendur félagsins skilið við það. Ný stjórn var skipuð hjá félaginu þann 14. apríl s.l. og núverandi framkvæmdastjóri þess tók til starfa 16. febrúar 2009.

„Nú stendur yfir þrep tvö í vinnuferlinu sem er að straumlínulaga reksturinn og eignir félagsins. Þetta getur þýtt að eitthvað af félögum verði sett í þrot og/eða félög leyst upp. Nú þegar hafa Nýsir fasteignir ehf., sem á nokkur dótturfélög sem eiga fasteignir, og Engidalur, sem á húsnæðið að Reykjavíkurvegi 74, verði tekin til gjaldþrotaskipta. Einnig hafa dótturfélög Nýsis fasteigna, Borgarhöllin ehf. og Rekstrarfélag Egilshallarinnar ehf., verið tekin til gjaldþrotaskipta.

Að lokinni vinnu við þetta mun taka við framtíðarrekstur félagsins eða nýs félags sem mun taka yfir hluta af eignum þess. Allt er þetta háð samþykki kröfuhafa Nýsis og þeirra aðila sem Nýsir er með samninga við. Við þessa vinnu eru margir óvissuþættir þannig að ekki hefur verið ljóst hvort framangreind áform gangi eftir. Eins og staðan er nú eru taldar meiri líkur en ekki á því að það takist að verja einhver verðmæti upp í þær kröfur sem hvíla á félaginu,“segir í tilkynningu frá Nýsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka