Stjórnendur fasteignafélagsins Saxbygg hafa óskað eftir að félagið verið tekið til gjaldþrotaskipta. Mun skiptastjóri verða skipaður yfir þrotabúinu. Saxbygg á 52% í Smáralind á móti Íslandsbanka og hefur verið mjög umsvifamikið í fasteignaviðskiptum.
Saxbygg hefur verið í helmingseigu Saxhóls, sem kenndur er við Nóatúnsfjölskylduna, og BYGG, Byggingarfélags Gunnars og Gylfa.
Meginstarfsemi félagsins voru fjárfestingar á fasteignamarkaði. Einnig átti félagið 5,7% hlut í Glitni sem nú er verðlaus. Engar skuldir eru í Saxbygg aðrar en við viðskiptabanka og það er nú í höndum væntanlegs skiptastjóra að ráðstafa þeim eignum sem til staðar eru í félaginu í þágu þessara kröfuhafa.
Nafni Saxbygg hefur verið breytt í eignarhaldsfélagið Icarus ehf.