Fall Saxbygg fleytir Smáralind í fang ríkisins

Úr verslunarmiðstöðinni Smáralind.
Úr verslunarmiðstöðinni Smáralind. mbl.is/Einar Falur

„Það gefur auga leið að þetta hefur verið erfitt út af ástandinu í efnahagslífinu,“ segir Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri Saxbygg.

Stjórnendur félagsins óskuðu í gær eftir því að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður yfir búinu.

Björn Ingi segist ekki vilja tjá sig mikið um stöðu félagsins. Það fari í hendur skiptastjóra, sem hann muni aðstoða eftir fremsta megni.

„Þetta er ekki skemmtilegt og við erum öll sorgmædd yfir því hvernig komið er,“ segir Björn Ingi.

Hann segir alveg ljóst að þegar verðmætasta eignin þeirra, 5,7% hlutur í Glitni, varð verðlaus seig á ógæfuhliðina. Saxbygg var líka umsvifamikið í fasteignaviðskiptum og átti meðal annars 52% í Smáralind í gegnum EIK properties.

Saxbygg hefur verið í helmingseigu Saxhóls, sem kenndur er við Nóatúnsfjölskylduna, og BYGG, Byggingarfélags Gunnars og Gylfa. Nafni félagsins hefur verið breytt í eignarhaldsfélagið Icarus ehf.

Engar skuldir eru í Saxbygg aðrar en við viðskiptabanka sagði í tilkynningu sem barst Morgunblaðinu í gær. Það verður í höndum væntanlegs skiptastjóra að ráðstafa þeim eignum sem til staðar eru í félaginu í þágu þessara kröfuhafa.

Björn Ingi segir að við núverandi markaðsaðstæður sé erfitt að meta verðmæti eignanna.

Íslandsbanki fer með 46% eignarhlut í Smáralind og því ljóst að ríkisbankarnir muni eiga verslunarmiðstöðina að fullu. bjorgvin@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK