Eigendahlutir Nausts og Máttar, sem áður voru stærstu hluthafarnir í Icelandair Group, hafa verið teknir yfir af Íslandsbanka. Einar Sveinsson og fjölskylda, ásamt Karli og Steingrími Wernerssonum, voru eigendur þessara félaga. Hlutur þeirra í félaginu var tæplega 39 prósent.
Líklegt er að Langflug, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Giftar og Finns Inngólfssonar, verði tekið yfir af Landsbankanum innan tíðar. Það félag var fyrir yfirtöku Íslandsbanka á bréfum Nausts og Máttar stærsti einstaki hluthafinn með yfir 23 prósent hlut.