Íslandsbanki með 47% hlut í Icelandair

Íslandsbanki á nú nærri helmingshlut í Icelandair.
Íslandsbanki á nú nærri helmingshlut í Icelandair.

Íslands­banki hef­ur leyst til sín 42% hluta­fjár í Icelanda­ir Group. Í til­kynn­ingu frá bank­an­um seg­ir að þetta hafi eng­in áhrif á dag­lega starf­semi fé­lags­ins. Stefnt sé að því að hlut­ur­inn verði seld­ur aft­ur í opnu og gagn­sæju sölu­ferli. Eft­ir þetta á bank­inn sam­tals um 47% hlut í fé­lag­inu.

Íslands­banki leys­ir bréf­in til sín á geng­inu 4,5 fyr­ir hvern hlut sem er síðasta skráða viðskipta­gengi með bréf í fé­lag­inu. Hluta­bréf­in sem Íslands­banki hf. hef­ur í dag leyst til sín voru til trygg­ing­ar á lán­um vegna hluta­bréfa­kaupa í Icelanda­ir Group.

Þá hef­ur Fjár­mála­eft­ir­litið tekið ákvörðun um, að Íslands­banki  fái skil­yrta und­anþágu frá skyldu til að gera yf­ir­töku­til­boð í Icelanda­ir Group vegna þeirra sér­stöku aðstæðna sem bank­inn sé í sem kröfu­hafi gagn­vart stór­um hlut­höf­um fé­lags­ins. 

Í til­kynn­ingu Íslands­banka seg­ir: „Rekst­ur Icelanda­ir Group hf. gekk bet­ur á fyrsta árs­fjórðungi 2009 en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Fé­lagið hef­ur á síðustu mánuðum unnið að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins í sam­vinnu við Íslands­banka hf. Þeirri vinnu miðar vel og það er vilji bank­ans að halda áfram sam­starfi við nú­ver­andi stjórn­end­ur fé­lags­ins.

 Hluta­bréf fé­lags­ins áfram skráð í Nas­daq OMX kaup­höll

Icelanda­ir Group hf. er skráð í Nas­daq OMX kaup­höll­inni og eru hlut­haf­ar fé­lags­ins sam­tals um 850. Fé­lagið sam­an­stend­ur af 12 dótt­ur­fé­lög­um sem starfa á sviði flug- og ferðaþjón­ustu hér­lend­is og er­lend­is og hjá þeim fé­lög­um starfa sam­tals um 4000 manns.

Það er ætl­un Íslands­banka að Icelanda­ir Group hf. verði áfram skráð í Nas­daq OMX kaup­höll. Eign­ar­hlut­ur bank­ans verður seld­ur í opnu og gagn­sæju sölu­ferli eins fljótt og unnt er.

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur veitt Íslands­banka hf. tíma­bundna und­anþágu frá yf­ir­töku­skyldu en tak­markað at­kvæðis­rétt bank­ans við 30% virkra at­kvæða.

Gert er ráð fyr­ir að boðað verði til hlut­hafa­fund­ar í fé­lag­inu á næst­unni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK