Kom forstjóra Icelandair ekki á óvart

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Ásdís

„Þessar breytingar í eigendahópnum koma í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi stöðunnar í efnahagslífinu. Þær hafa engin áhrif á daglega starfsemi hjá Icelandair Group, og enn síður hjá einstökum dótturfélögum,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í tölvupósti til starfsmanna í morgun.

Björgólfur segir í tölvupóstinum að  Íslandsbanki hafi leyst til sín 42% hlutafjár í Icelandair Group. Langstærsti hluti þessara hlutabréfa, eða tæp 38% af hlutafé félagsins, séu bréf í eigu Fjárfestingafélagsins Máttar ehf. og Nausts ehf.

„Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að rekstur okkar á þessu ári hefur gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir, að félagið verði áfram skráð í Kauphöll og að stefnt sé að því að selja þennan hlut aftur eins fljótt og unnt er.

Aðalatriðið hjá stjórnendum og starfsmönnum innan Icelandair Group er sem fyrr að halda áfram því góða starfi sem unnið er hjá fyrirtækjunum okkar á þessum óvenjulegu tímum. Nú er framundan mesti annatíminn í flugi og ferðaþjónustu og mest um vert að við einbeitum okkur samhent að þeim verkefnum sem við blasa. Þannig tryggjum við best hag  fyrirtækisins og afkomu okkar til framtíðar,“skrifar Björgólfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK