Fréttaskýring: Ekki alveg tilhæfulaust

Fjárhagur Icelandair er nú í endurskipulagningu.
Fjárhagur Icelandair er nú í endurskipulagningu.

„Orðróm­ur um að ríkið kunni að þurfa að taka yfir rekst­ur Icelanda­ir til­hæfu­laus.“ Þannig hljómaði fyr­ir­sögn­in á frétta­til­kynn­ingu sem send var frá fjár­málaráðuneyt­inu 23. apríl sl. eft­ir að frétt­ir voru sagðar af því, að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra hefði talað um, á fundi á Eg­ils­stöðum, að ríkið kynni að koma rekstri Icelanda­ir vegna erfiðrar stöðu fé­lags­ins.

Nokk­urt fjaðrafok var útaf þess­um frétt­um, ekki síst í ljósi þess að Icelanda­ir er skráð á markað. Frétt­ir þess efn­is, að flug­fé­lagið kynni að verða þjóðnýtt voru því viðkvæm­ar eins og ætla mætti. Það er ekki á hverj­um degi sem flug­fé­lög eru þjóðnýtt. En staðan sem skap­ast hef­ur á Íslandi eft­ir fall bank­anna kenn­ir mönn­um, að láta ólík­leg­ustu hluti ekki koma sér á óvart.

Viðbrögð markaðar­ins voru ekki á þann veg, að frétt­irn­ar um hugs­an­lega þjóðnýt­ingu kæmu á óvart. Viðskipti með bréf í Icelanda­ir héldu áfram að vera lít­il sem eng­in, og þessi orðróm­ur hafði ekki telj­an­leg áhrif á gengi bréfa í fé­lag­inu. Til­kynn­ing til kaup­hall­ar­inn­ar í morg­un, um að Íslands­banki réði nú yfir 47 pró­sent hluta­fjár í Icelanda­ir, kom því ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rík­is­bank­arn­ir, sem stofnaðir voru utan um inn­lenda starf­semi Glitn­is, Kaupþins og Lands­bank­ans, stýra nú fé­lag­inu óbeint og hafa gert um nokk­urt skeið.

Staða eig­enda slæm lengi - Lang­flug tekið brátt yfir

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á mbl.is 4. mars á þessu ári hafa lán­veit­end­ur fé­laga sem fara með meira en 70 pró­sent í fé­lag­inu stýrt því óbeint um langt skeið, eða al­veg frá því að krón­an féll í kjöl­far banka­hruns­ins í októ­ber.  Þetta hlut­fall hef­ur smám sam­an hækkað en nú er svo komið að lán­veit­end­ur og kröfu­haf­ar ráða yfir 80 til 90 pró­sent­um af öllu hluta­fé í fé­lag­inu, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Stærsti ein­staki hlut­haf­inn, sem enn hef­ur ekki verið tek­inn yfir af sín­um stærsta lán­veit­anda, Lands­bank­an­um, er Lang­flug. Það fé­lag er í 2/​3 hluta í eigu FS7, hluts Finns Ing­ólfs­son­ar, fyrr­ver­andi ráðherra og seðlabanka­stjóra, og 1/​3 hluta í eigu fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gift­ar. Það fé­lag er með öllu óstarf­hæft enda með skuld­ir sem nema a.m.k. um 30 millj­örðum um­fram eign­ir. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er stutt í að Lands­bank­inn taki yfir hlut Lang­flugs.

Gift og Finn­ur hafa lengi átt í ár­ang­urs­ríku sam­starfi, sem m.a. hef­ur skilað Finni um­tals­verðum ávinn­ingi. Ljóst er að það sam­starf mun ekki ganga leng­ur. Gift, sem var áður meðal stærstu hlut­hafa í Kaupþingi, fékk á sig mikið högg við fall bank­anna sem fé­lagið hafði ekki með nokkru móti bol­magn til þess að taka á sig. Auk þess tapaði fé­lagið öðrum eign­um sín­um í skráðum fé­lög­um, þar á meðal í Ex­ista, Straumi, Lands­bank­an­um og Glitni. Þá fóru gjald­miðlaskipta­samn­ing­ar fé­lags­ins einnig í upp­nám við fall bank­anna.

Gift var stofnað utan um eign­ir Sam­vinnu­trygg­inga á sum­ar­mánuðum 2007. Þá var ákveðið að slíta fé­lag­inu og skipta eign­un­um á milli eig­enda Sam­vinnu­trygg­inga, fyrr­ver­andi trygg­ing­ar­taka hjá Sam­vinnu­trygg­ing­um. Sam­vinnu­sjóður­inn átti rétt á stærst­um ein­stök­um hluta í þess­ari upp­skipt­ingu. Ekk­ert varð af þess­um slit­um og fengu eig­end­urn­ir því aldrei neitt í sinn hlut. Gift réðst hins veg­ar í sín um­fangs­mestu hluta­bréfaviðskipti eft­ir að þessi ákvörðun var tek­in, þegar fé­lagið keypti stór­an hlut í Kaupþingi í des­em­ber 2007 sem áður hafði verið í eigu fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gnúps. Viðskipt­in voru upp á um 20 millj­arða.

Eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu lánaði Kaupþing fyr­ir þess­um viðskipt­um gegn veðum í bréf­un­um sjálf­um, auk þess sem samþykki bank­ans þurfti fyr­ir öll­um viðskipt­um um­fram 15 pró­sent af heild­ar­eigna­safni fé­lags­ins.

Reyna að halda sjó

Þrátt fyr­ir erfiðleika eig­enda Icelanda­ir hef­ur stjórn­endat­eymi fé­lags­ins, und­ir leiðsögn for­stjór­ans Björgólfs Jó­hanns­son­ar, reynt að halda starf­semi fé­lags­ins í hefðbundn­um far­vegi. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur það gengið í sam­ræmi við áætlan­ir, þrátt fyr­ir erfitt rekstr­ar­um­hverfi. Er nú meðal ann­ars unnið að því á veg­um fé­lags­ins að efla markaðsstarf á er­lend­um vett­vangi þar sem skap­ast hafa nokk­ur sókn­ar­færi vegna veik­ing­ar krón­unn­ar. Fleiri krón­ur fást nú fyr­ir er­lend­ar mynt­ir en áður. Ljóst er þó að fé­lagið get­ur ekki staðið í fjár­fest­ing­um á meðan eig­end­ur fé­lags­ins eru að stærst­um hluta nýju rík­is­bank­arn­ir, sem enn bíða þess að fá end­an­leg­an efna­hags­reikn­ing og inn­spýt­ingu eig­in fjár frá rík­inu. Lík­legt er að það ger­ist í næsta mánuði, þegar aðskilnaði gömlu og nýju bank­anna á form­lega að ljúka.

Bréf­in sem Íslands­banki hef­ur nú leyst til sín voru til trygg­ing­ar lán­um sem veitt voru árið 2006. Þá seldi FL Group, und­ir stjórn Hann­es­ar Smára­son­ar, kjöl­festu­hlut sinn í fé­lag­inu á geng­inu 27.

Þessi bréf eru nú kölluð til baka á geng­inu 4,5 sem var loka­gengi á markaði sl. föstu­dag. Ljóst er þó að virði bréf­anna nú er með nokkru óljóst þar sem lít­il sem eng­in viðskipti eru með bréf í fé­lag­inu. Ekki hefði því komið á óvart þó bréf­in hefðu verið tek­in yfir á lægra gengi, þó síðasta markaðsgengi sé nær­tæk­asta viðmiðunin.

Áfram er unnið að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins í sam­vinnu við stjórn­end­ur fé­lags­ins. Ekki síst er horft á hvernig best verður að leysa úr erfiðri skulda­stöðu fé­lags­ins. Vaxta­ber­andi skuld­ir eru nú tæp­lega 45 millj­arðar, þar af um helm­ing­ur skamm­tíma­skuld­ir skv. upp­gjöri fé­lags­ins fyr­ir fyrsta fjórðung þessa árs. Menn þurfa því að vanda vel til verka til þess að tryggja að Icelanda­ir verði ekki fyr­ir frek­ari skakka­föll­um.

Frétta­skýr­ing mbl.is 4. mars um mál­efni Icelanda­ir

Finnur Ingólfsson, og félag hans FS7, á Langflug ásamt Gift. …
Finn­ur Ing­ólfs­son, og fé­lag hans FS7, á Lang­flug ásamt Gift. Lík­legt er að Lands­bank­inn taki yfir það fé­lag inn­an skamms. Kjart­an Þor­björns­son
Karl Wernersson ræður engu lengur í Icelandair. Félag hans og …
Karl Werners­son ræður engu leng­ur í Icelanda­ir. Fé­lag hans og Ein­ars Sveins­son­ar og fjöl­skyldu, Mátt­ur, hef­ur misst hlut sinn til Íslands­banka.
Björgólfur Jóhannsson.
Björgólf­ur Jó­hanns­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK