Hvar eru íslensku gulldrengirnir?

Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson voru í hópi íslensku …
Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson voru í hópi íslensku gulldrengjanna að mati Berlingske.

Hvar eru ís­lensku gulldreng­irn­ir? Þannig er spurt á viðskipta­vef danska blaðsins Berl­ingske Tidende í dag og síðan er fjallað um hvað drifið hafi á daga nokk­urra nafn­kunn­ustu Íslend­ing­anna í viðskipa­líf­inu á síðustu árum. 

Blaðið seg­ir, að ís­lenska viðskipta­y­f­ir­stétt­in hafi verið fyr­ir­sagna­efni í nokk­ur ár vegna djarfra fjár­fest­inga. Nú sé þeim hins veg­ar kennt um fjár­mála­hrunið á Íslandi, verið sé að vinda ofan af fjár­fest­ing­un­um og ásak­an­ir hafi komið fram um svindl.

Fjallað er síðan sér­stak­lega um þá Björgólf Thor Björgólfs­son, Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, Hann­es Smára­son, Sig­urð Ein­ars­son og Davíð Odds­son. Blaðið seg­ir m.a. að Björgólf­ur sé nú eini ís­lenski millj­arðamær­ing­ur­inn í doll­ur­um talið þrátt fyr­ir að hafa tapað gíf­ur­leg­um fjár­mun­um á ís­lenska hrun­inu og tengsl hans við Ísland séu orðin frek­ar lít­il.

Jón Ásgeir er sagður hafa stofnað fyr­ir­tækið Teca­mol ásamt tveim­ur viðskipta­fé­lög­um sín­um. Þeir ætli að fjár­festa í breskri smá­sölu en taka færri lán en Baug­ur. Fyr­ir­tækið sé til húsa við Oxford­stræti. Í um­fjöll­un um Hann­es Smára­son seg­ir blaðið að al­mennt sé nú litið á FL Group, sem Hann­es stjórnaði lengi, sem stóra svika­myllu þar sem nokkr­ir fjár­fest­ar skipt­ust á um að kaupa sömu fyr­ir­tæk­in aft­ur og aft­ur og taka stöðugt meiri lán.

Um Sig­urð Ein­ars­son seg­ir Berl­ingske, að hann standi nú í stappi við Fjár­mála­eft­ir­litið og krefj­ist þess að það rann­saki hvernig gögn hafi kom­ist í hend­ur ís­lenskra blaðamanna. Um Davíð Odds­son seg­ir blaðið, að hann hafi dregið sig í hlé og ætli að planta trjám og skrifa smá­sög­ur.

Grein Berl­ingske Tidende

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka