Fylgst með kynlífi umsækjenda um störf

Deutsche Telekom
Deutsche Telekom AP

Þýska fjarskiptafyrirtækið Deutsche Telekom heldur skrá með upplýsingum um starfsmenn og væntanlega starfsmenn, meðal annars um einkalíf þeirra, samkvæmt frétt þýska viðskiptablaðsins Handelsblatt í dag. Er kynlíf umsækjenda og kynhegðun þeirra þar ekki undanskilin.

Meðal annars var í skránni að finna upplýsingar um konu sem sótti um starf hjá dótturfélagi Deutsche Telekom í Króatíu. Þar er konunni lýst sem mjög reynslumiklum bólfélaga með hugmyndaflugið í lagi. Konan væri þekkt fyrir það meðal vina að vera „rándýr í bólinu" með mikla kynþörf  og að hún væri mest fyrir eldri menn, samkvæmt frétt Handelsblatt.

Í annarri skrá þar sem finna má upplýsingar um annan umsækjanda um starf hjá félaginu segir að hann drekki mikið og öðrum er lýst sem spilltri rottu. Þessar upplýsingar fékk símafyrirtækið hjá þýsku leyniþjónustunni, BND.

Handelsblatt hefur eftir ónafngreindum heimildamanni sem starfaði sem öryggisráðgjafi hjá Deutsche Telekom að tugir sambærilegra skráa væri að finna um væntanlega starfsmenn félagsins í Króatíu, Makedóníu, Slóveníu og Ungverjalandi.

Deutche Telekom neitar því ekki að slíkar skrár séu til hjá fyrirtækinu en tekið er fram að ekki sé alltaf tekin saman skýrsla um einkalíf þeirra sem sækja um starf hjá fyrirtækinu.

En lekinn í dag er ekkert einsdæmi þegar kemur að hneykslismálum í tengslum við fjarskiptafélagið. Meðal annars hefur það staðfest að hafa njósnað um blaðamenn og framkvæmdastjórn félagsins til þess að finna út hver leki fréttum til fjölmiðla.

Jafnframt hefur Deutsche Telekom staðfest að farið hafi verið yfir bankaupplýsingar ríflega 100 þúsund starfsmanna árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK