Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 1,32% á gjaldeyrismarkaði í dag. Stendur gengisvísitalan í 230 stigum en var 227 stig við lokun markaða í gær. Pundið er komið yfir 200 krónur, er 200,7 krónur, evran er 176,3 krónur og Bandaríkjadalur er 128 krónur en hann hefur lækkað gagnvart evru í dag og því hefur hann ekki hækkað jafnmikið gagnvart krónu og annars hefði orðið.
Danska krónan er 23,68 krónur og japanska jenið er 1,347 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.