Gengi krónunnar lækkar um 1,32%

Breska pundið er komið yfir 200 krónur
Breska pundið er komið yfir 200 krónur Árni Sæberg

Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 1,32% á gjaldeyrismarkaði í dag. Stendur gengisvísitalan í 230 stigum en var 227 stig við lokun markaða í gær. Pundið er komið yfir 200 krónur, er 200,7 krónur, evran er 176,3 krónur og Bandaríkjadalur er 128 krónur en hann hefur lækkað gagnvart evru í dag og því hefur hann ekki hækkað jafnmikið gagnvart krónu og annars hefði orðið.

Danska krónan er 23,68 krónur og japanska jenið er 1,347 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK