Rannsaka óeðlilegar millifærslur

Glitnir
Glitnir Friðrik Tryggvason

Glitnir banki hefur samið við ráðgjafafyrirtækið Kroll um að aðstoða við rannsókn á frávikum og hugsanlegum óeðlilegum millifærslum í aðdragandanum að hruni bankans. Markmið rannsóknarinnar er að leita uppi og endurheimta eignir hjá þeim sem kunna að hafa hagnast á slíkum frávikum.

Kroll er sjálfstætt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu og er leiðandi í rannsókn fjármálabrota, samkvæmt tilkynningu frá Glitni. Samningur Glitnis er við skrifstofu Kroll í Lundúnum.   

„Sérfræðingar Kroll, sem taka þátt í þessu verkefni, hafa víðtæka reynslu af rannsóknum afbrota sem tengjast hruni fyrirtækja og hafa stjórnað viðamiklum aðgerðum til að endurheimta eignir í slíkum málum. Samningurinn við Kroll endurspeglar þá staðföstu ákvörðun bankans að upplýsa öll brot sem kunna að hafa verið framin í tengslum við fall bankans og að hámarka endurheimt verðmæta í þágu kröfuhafa bankans," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK