Óljóst hverju samningar við Tortola skila

Frá Road Town, stærsta bæ á Tortolu.
Frá Road Town, stærsta bæ á Tortolu.

Ekki liggur fyrir hversu miklar upplýsingar íslensk skattayfirvöld geta nálgast í skattaskjólum á Bresku jómfrúaeyjum, þar með talin Tortola-eyja, þrátt fyrir að Norðurlöndin hafi skrifað undir samning við eyjarnar um aðgang að upplýsingum síðastliðinn mánudag.

Félög sem skráð eru á eyjunum greiða nefnilega enga skatta, skila litlum sem engum gögnum til stjórnvalda á eyjunum um rekstur sinn og starfsemi og eru ekki talin eiga fjármuni á bankareikningum á eyjunum.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir það ekki liggja fyrir hverslags upplýsingar það séu sem íslensk skattayfirvöld geti sótt til eyjanna. „Við vitum ekki hversu miklu af upplýsingum þessi samningur mun skila af sér. Þarna eru ekki greiddir neinir skattar og litlar kröfur gerðar um upplýsingagjöf til yfirvalda. Samningurinn segir að við eigum að fá þær upplýsingar sem eru til, en við megum ekki fiska eftir þeim. Við getum til dæmis ekki sent bréf og beðið um upplýsingar um alla sem eiga félög á eyjunum sem enda á -son eða -dóttir. Málin þurfa að vera tiltekin og það þarf að rökstyðja af hverju við viljum upplýsingarnar.“

Þrátt fyrir að búið sé að skrifa undir samninginn þá á hann enn eftir að öðlast gildi. Bryndís segir að ákveðið ferli fari í gang eftir undirritun sem gæti tekið nokkra mánuði. „Það þarf að þýða samninginn, en það er gert í utanríkisráðuneytinu. Síðan verður samningurinn lagður fyrir ríkisstjórn og loks þarf að birta hann. Við gætum mögulega farið að notast við hann með haustinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK