Saga færði lán til afskriftar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. mbl.is/Skapti

Saga Capital færði alls 452 milljónir króna á afskriftareikning vegna lána og ábyrgða til lykilstarfsmanna bankans á árinu 2008. Þar af eru 254 milljónir króna vegna ábyrgða á lánum starfsmannanna hjá öðrum lánastofnunum vegna bréfakaupa í Saga Capital. 198 milljónir króna eru vegna lána bankans til starfsmannanna en á bak við þau lán eru veð að einhverju leyti.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, segir að um sé að ræða lán og ábyrgðir tíu lykilstarfsmanna og framkvæmdastjóra. Sjálfur hafi hann ekki notið neinnar fyrirgreiðslu. „Bankinn var stofnaður árið 2006 og til hans var ráðið fólk í lykilstöður úr öðrum bönkum. Umhverfið var með þeim hætti á þessum tíma að nauðsynlegt var fyrir bankann að bjóða upp á sambærileg kjör. Starfsmenn voru að ganga frá tilteknum kjörum sem þeim buðust á fyrri vinnustað og það varð að jafna til að hægt væri að manna bankann. Saga Capital er ekki lánveitandi heldur ábyrgðaraðili að hluta.“ Saga Capital tók einnig yfir félag í eigu fyrrverandi framkvæmdastjóra bankans. Við það þurrkaðist út 76 milljóna króna skuld félagsins við Saga Capital, en eina eign þess var bréf í bankanum. Virði bréfanna var talið vera 40 milljónir króna og því voru 36 milljónir króna afskrifaðar vegna þessa.

Tekjufærðu ríkislán að hluta

Þá færði Saga Capital tæpa sjö milljarða króna af láni sem ríkissjóður veitti bankanum í mars síðastliðnum sem tekjur í ársreikningnum. Eigið fé bankans samkvæmt honum nemur 6,2 milljörðum króna. Alls fékk Saga Capital um 19,7 milljarða króna að láni frá ríkinu á tveggja prósenta vöxtum vegna svokallaðra endurhverfra viðskipta bankans við Seðlabanka Íslands. Samkvæmt lánasamningnum við ríkið gat Saga Capital núvirt lánið miðað við það sem bankinn telur vera eðlilegan lántökukostnað. Þorvaldur Lúðvík segir að miðað hafi verið við tólf prósent vexti. VBS Fjárfestingabanki fékk 26,4 milljarða króna á sömu kjörum og færði 9,4 milljarða sem tekjur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK