Tveir vildu lækka vexti meira

Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans lögðu til í byrjun maí að stýrivextir bankans yrðu lækkaðir um 3%. Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, lagði fram tillögu um 2,5% og var hún samþykkt með þremur atkvæðum.

Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var í dag, af fundi nefndarinnar sem haldinn var 7. maí. Í fundargerðinni kemur fram að rætt hafi verið á fundinum um að lækka stýrivexti um 1,5 til 3,5 prósentur. „Allir nefndarmenn voru sammála um að sterk rök hnigu að því að taka bæri tiltölulega stórt skref að þessu sinni en höfðu mismunandi skoðanir á því hversu stórt það skref ætti nákvæmlega að vera," segir í fundargerðinni.

Ekki kemur fram hver afstaða einstakra nefndarmanna var til tillögu seðlabankastjóra um að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig niður í 13%. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur, Anne Sibert, prófessor og Gylfi Zoega, prófessor.

Nefndin mun birta næstu ákvörðun um stýrivexti 4. júní. 

Fundargerð peningastefnunefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK