Tveir vildu lækka vexti meira

Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tveir af fimm nefnd­ar­mönn­um í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans lögðu til í byrj­un maí að stýri­vext­ir bank­ans yrðu lækkaðir um 3%. Svein Har­ald Øygard, seðlabanka­stjóri og formaður nefnd­ar­inn­ar, lagði fram til­lögu um 2,5% og var hún samþykkt með þrem­ur at­kvæðum.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar, sem birt var í dag, af fundi nefnd­ar­inn­ar sem hald­inn var 7. maí. Í fund­ar­gerðinni kem­ur fram að rætt hafi verið á fund­in­um um að lækka stýri­vexti um 1,5 til 3,5 pró­sent­ur. „All­ir nefnd­ar­menn voru sam­mála um að sterk rök hnigu að því að taka bæri til­tölu­lega stórt skref að þessu sinni en höfðu mis­mun­andi skoðanir á því hversu stórt það skref ætti ná­kvæm­lega að vera," seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Ekki kem­ur fram hver afstaða ein­stakra nefnd­ar­manna var til til­lögu seðlabanka­stjóra um að lækka stýri­vexti um 2,5 pró­sentu­stig niður í 13%. Í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans sitja Svein Har­ald Øygard, seðlabanka­stjóri og formaður nefnd­ar­inn­ar, Arn­ór Sig­hvats­son, aðstoðarbanka­stjóri, Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræðing­ur, Anne Si­bert, pró­fess­or og Gylfi Zoega, pró­fess­or.

Nefnd­in mun birta næstu ákvörðun um stýri­vexti 4. júní. 

Fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK