Afar rólegt á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði

Úr Kauphöll Íslands
Úr Kauphöll Íslands mbl.is/Golli

Afar rólegt hefur verið á hlutabréfamarkaði í dag og eru heildarviðskiptin með hlutabréf 3,3 milljónir króna í Kauphöllinni. Engin viðskipti hafa verið á millibankamarkaði og er gengisvísitalan 230 stig líkt og á miðvikudag. Bandaríkjadalur hefur veikst gagnvart evru og er 126,77 krónur en evran er komin upp í 177,15 krónur. Pundið er 200,97 krónur og danska krónan 23,793 krónur.

Hlutabréf Century Aluminum hafa lækkað um 8,8% í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,15%. Ekkert félag hefur hækkað í verði en hækkun vísitölunnar skýrist af hækkun á tilboðum. Veltan á skuldabréfamarkaði er komin í 5,4 milljarða króna.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 1,53%, Helsinki 2,4%, Stokkhólmur 1,58% og samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 2,24%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK