Gengi krónunnar veiktist um 0,8% í dag og er gengisvísitalan 231 stig. Evran er komin upp í 178,28 krónur, pundið 202,34 krónur, Bandaríkjadalur 127,22 krónur og danska krónan 23,943 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.
Í vefriti Landsbankans kemur fram að krónan veiktist í vikunni um 4,2% gagnvart evrunni og að gengi krónunnar hafi veikst um 3,8% í vikunni.