Leitað á heimili Ólafs

Tólf húsleitir hafa verið framkvæmdar í vikunni vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á kaupum Q Iceland Finance ehf. á 5% eignarhlut í Kaupþingi. Í dag var framkvæmd húsleit á heimili Ólafs Ólafssonar.

Ólafur hafði sem kunnugt er milligöngu um kaup Q Iceland Finance ehf. á eignarhlut í Kaupþingi, en félagið er í eigu sjeik Mohamed Bin Khalifa Al-Thani frá Katar.

Húsleitirnar voru gerðar að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. M.a var leitað í höfuðstöðvum Kaupþings og á heimilum fyrrverandi stjórnenda bankans. Með húsleitunum geta rannsakendur haldlagt gögn og muni sem kunna að skipta máli fyrir rannsókn málsins, t.d tölvupósta.

Samkvæmt 3. mgr. 74. gr. laga um meðferð sakamála er skilyrði fyrir húsleit að rökstuddur grunur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og að sakborningur hafi verið þar að verki, enda séu augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. Auk húsleitar á heimili Ólafs og heimilum stjórnenda Kaupþings var framkvæmd húsleit á skrifstofum Arion verðbréfavörslu og á skrifstofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu Ólafs.

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK