Rannsakar Glitni nú en áður Saddam

Friðrik Tryggvason

Ráðgjafafyrirtækið Kroll, sem samdi nýlega við Glitni, rannsakaði á sínum tíma hvar Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði falið eignir sínar á Vesturlöndum með góðum árangri. Nú rannsakar Kroll hugsanlega óeðlilegar millifærslur hér á landi í aðdraganda bankahrunsins.

Kroll er sjálfstætt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu og er leiðandi í rannsókn fjármálabrota, samkvæmt tilkynningu frá Glitni. Markmið rannsóknarinnar hjá Glitni er að leita uppi og endurheimta eignir hjá þeim sem kunna að hafa hagnast á slíkum frávikum.

Á heimasíðu Kroll er langur listi yfir verkefni sem fyrirtækið hefur tekið að sér. Meðal annars hvernig einræðisherrar ríkja koma eignum undan til persónulegra nota. Á það við rannsókn Kroll á Imeldu og Ferdinand Marcos á Filippseyjum, sem stungu undan milljónum dollara.

Verkefnalisti Kroll á heimasíðunni.

Saddam Hussein kom eignum undan eins og margir aðrir einræðisherrar.
Saddam Hussein kom eignum undan eins og margir aðrir einræðisherrar. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK