Ráðgjafafyrirtækið Kroll, sem samdi nýlega við Glitni, rannsakaði á sínum tíma hvar Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði falið eignir sínar á Vesturlöndum með góðum árangri. Nú rannsakar Kroll hugsanlega óeðlilegar millifærslur hér á landi í aðdraganda bankahrunsins.
Kroll er sjálfstætt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu og er leiðandi í rannsókn fjármálabrota, samkvæmt tilkynningu frá Glitni. Markmið rannsóknarinnar hjá Glitni er að leita uppi og endurheimta eignir hjá þeim sem kunna að hafa hagnast á slíkum frávikum.
Á heimasíðu Kroll er langur listi yfir verkefni sem fyrirtækið hefur tekið að sér. Meðal annars hvernig einræðisherrar ríkja koma eignum undan til persónulegra nota. Á það við rannsókn Kroll á Imeldu og Ferdinand Marcos á Filippseyjum, sem stungu undan milljónum dollara.
Verkefnalisti Kroll á heimasíðunni.