Ríkisbankarnir reknir með tapi

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Vand­inn er sá að bank­arn­ir eru með of mikið af eign­um í er­lendri mynt sem bera lága vexti en of mikið af skuld­bind­ing­um í krón­um sem bera háa vexti. Það er afar óþægi­leg staða að vera í og veld­ur ta­prekstri þeirra,“ seg­ir Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra.

Til að vinna upp þenn­an ta­prekst­ur hafa rík­is­bank­arn­ir, Nýja Kaupþing, Íslands­banki og Lands­bank­inn, lækkað hratt hjá sér inn­lánsvexti. Það lækk­ar greiðslur sem bank­arn­ir þurfa að greiða eig­end­um inn­lána. Það er í sam­ræmi við til­mæli frá Seðlabanka Íslands.

Í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabanka Íslands frá síðasta stýri­vaxta­fundi, sem birt var í gær, seg­ir að nauðsyn­legt sé að grípa til ým­issa aðgerða í því skyni að end­ur­reisa líf­væn­legt banka­kerfi. „Til þess þarf að minnka kostnað, minnka um­fang rekst­urs, draga úr gjald­eyr­isáhættu og sjá til þess að láns­kjör end­ur­spegli raun­veru­leg­an fjár­mögn­un­ar­kostnað bank­anna. Ég get í sjálfu sér tekið und­ir þetta allt sam­an,“ seg­ir Gylfi Magnús­son. „Það hjálp­ar mjög mikið ef inn­lend­ir vext­ir al­mennt nálg­ast er­lenda vexti. Hluti af vand­an­um var fólg­inn í því að vext­ir í krón­um voru svo miklu hærri en er­lend­ir vext­ir og þar með vext­ir af út­lán­um í er­lendri mynt sem bank­arn­ir voru með.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK