Áætlanir VBS fjárfestingarbanka miðað við áframhaldandi sókn samkvæmt tilkynningu eftir aðalfund bankans. Áfram er unnið að því að fá viðskiptabankaleyfi til að útvíkka starfsemi bankans. Þá kemur fram að margir ívissuþættir geti haft áhrif á afkomu VBS.
„Þegar litið er fram á veginn eru margir óvissuþættir í ytra umhverfi fjármálafyrirtækja sem geta haft áhrif á afkomu VBS fjárfestingarbanka sem og annarra fyrirtækja á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá bankanum í dag eftir aðalfund sem haldinn var á miðvikudaginn.
Þar var ný stjórn bankans kjörin:
Aðalstjórn:VBS fjárfestingabanki færði um 9,4 milljarða króna af 26,4 milljarða króna láni ríkissjóðs til bankans sem tekjur í ársreikningi sínum fyrir árið 2008. Skuldir bankans lækkuðu um sömu upphæð við tekjufærsluna. VBS þarf síðan að afskrifa þessar tekjur á lánstímanum, sem er sjö ár.
„ Það sem af er ári 2009 hefur rekstur, stefna og markmið bankans verið áfram í endurskoðun þar sem lögð hefur verið mikil áhersla á virka stjórnun og aðlögun áætlana að gerbreyttum aðstæðum. Áætlanir eru miðaðar að áframhaldandi sókn með þá trú að í erfiðleikunum felist mikilsverð viðskiptatækifæri fyrir bankann. Framundan eru krefjandi verkefni fyrir starfsfólk VBS fjárfestingarbanka svo sem umsókn um viðskiptabankaleyfi sem opnar nýja möguleika til útvíkkunar á starfsemi bankans. Auk nýrra tækifæra mun bankinn áfram einbeita sér að eflingu kjarnastarfseminnar með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til að taka þátt í uppbyggingu íslensks athafnalífs,“ segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.