Hækka laun og bónusa

Morgan Stanley
Morgan Stanley Reuters

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley mun hækka laun einhverra yfirmanna og tvöfalda laun framkvæmdastjóra fjármálasviðs bankans, Colm Kelleher, samkvæmt heimildum Bloomberg fréttastofunnar. Meðal annars munu flestir framkvæmdastjórar bankans fá launahækkun en hins vegar eru laun forstjóra bankans, John Mack, óbreytt á milli ára.

Svissneski bankinn UBS hefur þegar hækkað laun yfirmanna og Bank of America Corp., mun væntanlega hækka laun yfirmanna svo þau séu samkeppnishæf á bankamarkaði. Er þetta á sama tíma og fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, hvetur fjármálafyrirtækin til þess að draga úr bónusgreiðslum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK