Karen Millen og Byr

Brynjar Gauti

Kar­en Millen, ann­ar stofn­enda sam­nefndr­ar tísku­vöru­keðju, bland­ast inn í hat­ramm­ar deil­ur um yf­ir­ráð í ein­um af stærstu spari­sjóðum Íslands en hún hingað til hef­ur leynd hvílt yfir eign henn­ar í spari­sjóðnum, sam­kvæmt frétt Tel­egraph í dag. Styður Millen þann hóp sem vill að áfram hvíli leynd yfir lána­bók­um sjóðsins og hvaða regl­ur gildi um út­lán sjóðsins, seg­ir breska blaðið enn­frem­ur.

Tel­egraph seg­ir að nú um helg­ina hafi verið upp­lýst um eign­ar­hald Kil­len í Byr, spari­sjóði sem eigi ansi skraut­lega fortíð mánuðina fyr­ir fall ís­lensku bank­anna. Hlut­ur Millen er skráður á  eign­ar­halds­fé­lag í Lúx­em­borg.

Seg­ir frá eign­ar­haldi sjóðsins í Tel­egraph og fjallað um arðgreiðslur til stofn­fjár­eig­enda upp á 13 millj­arða króna á sama tíma og af­koma hans er mun lé­legri. Und­an­farið hafi minni hlut­haf­ar í Byrn bar­ist fyr­ir því að lána­bæk­ur sjóðsins verði opnaðar og leynd aflétt um lán til 10 eign­ar­halds­fé­laga en þau hafi fengið um 80% allra lána Byrs, sam­kvæmt frétt Tel­egraph.

Tel­egraph seg­ir að Millen hafi komið í veg fyr­ir að al­menn­ing­ur fái upp­lýs­ing­ar um það sem hafi verið gert í Byr og tengsl henn­ar við Baug og aðila sem tengj­ast Baugi nefnd til sög­unn­ar.

Kar­en Millen stofnaði sam­nefnt fyr­ir­tæki ásamt fyrr­um eig­in­manni sín­um Kevin Stan­ford árið 1981. Árið 2001 keyptu ís­lensk­ir aðilar og fé­lög á þeirra veg­um 40% hlut í fyr­ir­tæk­inu Kar­en Millen. Stærsti ís­lenski eig­and­inn var Kaupþing en meðal annarra fjár­festa voru þeir Sig­urður Bolla­son og Magnús Ármann, einn stærsti hlut­haf­inn í Byr.

Árið 2004 var Kar­en Millen seld til Oasis Group, sem var í meiri­hluta­eigu Baugs Group . Voru viðskipt­in met­in á 15,8 millj­arða króna og greitt fyr­ir Kar­en Millen með pen­ing­um og hluta­bréf­um og eignuðust hlut­haf­ar Kar­en Millen 25% hlut í hinu sam­einaða fyr­ir­tæki.

Síðar fór Kar­en Millen und­ir keðjuna Mosaic Fashi­ons sem nú er gjaldþrota, en Baug­ur átti helm­ings­hlut í keðjunni sem var fjár­magnaður af Kaupþingi. Nýtt fé­lag, Aur­ora Fashi­ons sem er í eigu Nýja Kaupþings og lyk­il­stjórn­enda Mosaic, tók í mars yfir helstu eign­ir fé­lags­ins, það er Kar­en Millen, Warehou­se, Oasis, Co­ast og Anous­hka G. 

Frétt Tel­egraph í heild

Karen Millen
Kar­en Millen
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK