Karen Millen og Byr

Brynjar Gauti

Karen Millen, annar stofnenda samnefndrar tískuvörukeðju, blandast inn í hatrammar deilur um yfirráð í einum af stærstu sparisjóðum Íslands en hún hingað til hefur leynd hvílt yfir eign hennar í sparisjóðnum, samkvæmt frétt Telegraph í dag. Styður Millen þann hóp sem vill að áfram hvíli leynd yfir lánabókum sjóðsins og hvaða reglur gildi um útlán sjóðsins, segir breska blaðið ennfremur.

Telegraph segir að nú um helgina hafi verið upplýst um eignarhald Killen í Byr, sparisjóði sem eigi ansi skrautlega fortíð mánuðina fyrir fall íslensku bankanna. Hlutur Millen er skráður á  eignarhaldsfélag í Lúxemborg.

Segir frá eignarhaldi sjóðsins í Telegraph og fjallað um arðgreiðslur til stofnfjáreigenda upp á 13 milljarða króna á sama tíma og afkoma hans er mun lélegri. Undanfarið hafi minni hluthafar í Byrn barist fyrir því að lánabækur sjóðsins verði opnaðar og leynd aflétt um lán til 10 eignarhaldsfélaga en þau hafi fengið um 80% allra lána Byrs, samkvæmt frétt Telegraph.

Telegraph segir að Millen hafi komið í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um það sem hafi verið gert í Byr og tengsl hennar við Baug og aðila sem tengjast Baugi nefnd til sögunnar.

Karen Millen stofnaði samnefnt fyrirtæki ásamt fyrrum eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981. Árið 2001 keyptu íslenskir aðilar og félög á þeirra vegum 40% hlut í fyrirtækinu Karen Millen. Stærsti íslenski eigandinn var Kaupþing en meðal annarra fjárfesta voru þeir Sigurður Bollason og Magnús Ármann, einn stærsti hluthafinn í Byr.

Árið 2004 var Karen Millen seld til Oasis Group, sem var í meirihlutaeigu Baugs Group . Voru viðskiptin metin á 15,8 milljarða króna og greitt fyrir Karen Millen með peningum og hlutabréfum og eignuðust hluthafar Karen Millen 25% hlut í hinu sameinaða fyrirtæki.

Síðar fór Karen Millen undir keðjuna Mosaic Fashions sem nú er gjaldþrota, en Baugur átti helmingshlut í keðjunni sem var fjármagnaður af Kaupþingi. Nýtt félag, Aurora Fashions sem er í eigu Nýja Kaupþings og lykilstjórnenda Mosaic, tók í mars yfir helstu eignir félagsins, það er Karen Millen, Warehouse, Oasis, Coast og Anoushka G. 

Frétt Telegraph í heild

Karen Millen
Karen Millen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK