Velunnarar sparisjóðakerfisins hafa boðað til sérstaks fundar um endurreisn sparisjóðakerfisins á Grand Hóteli á miðvikudaginn kl. 20. Þar verður m.a rætt um mikilvægi þess að tryggja sparisjóðakerfið í sessi í þágu samkeppni og almenningi til heilla.
Stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði eru meðal þeirra sem boða til fundarins. Meðal frummælenda verður Sveinn Margeirsson, verkfræðingur og stjórnarmaður í Byr sparisjóði, en hann var kjörinn í stjórn sjóðsins á síðasta aðalfundi.