Verða að fjárfesta innanlands

Svein Harald Øygard seðlabankastjóri. Ríkissjóður á 194 milljarða króna á …
Svein Harald Øygard seðlabankastjóri. Ríkissjóður á 194 milljarða króna á viðskiptareikningum í Seðlabankanum. mbl.is/Kristinn

Eigendur ríkisskuldabréfa sem eru á lokagjalddaga hinn 12. júní næstkomandi hafa engan annan valkost en að endurfjárfesta því sem þeir fá greitt hér innanlands í ljósi gjaldeyrishaftanna. 

Um er að ræða lokagjalddaga ríkisbréfaflokksins RIKB 09 0612. Flokkurinn er tæpir 71 milljarðar að stærð auk verðbréfalána til aðalmiðlara og að mestu leyti í eigu útlendinga samkvæmt markaðsupplýsingum Seðlabanka frá marslokum. Því er um dágott högg að ræða fyrir ríkissjóð.

Þegar hefur verið tilkynnt um ríkisbréfaútboð þann 9. júní næstkomandi og er því ætlað að koma til móts við ofangreindan gjalddaga, a.m.k. að hluta, að því er fram kemur í morgunkorni Íslandsbanka. Ríkissjóður átti í apríllok ríflega 194 milljarða króna á viðskiptareikningum í Seðlabankanum samkvæmt efnahagsyfirliti bankans og hefur því bolmagn til að greiða út höfuðstól og vexti af ríkisskuldabréfum í næsta mánuði án þess að þurfa að standa í nýrri skuldabréfaútgáfu til að mæta högginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK