Gengi krónunnar skýrir hækkun vísitölunnar

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að hækkun vísitölu neysluverðs nú megi nánast eingöngu rekja til gengis krónunnar en hækkunin nú muni ekki hafa áhrif á þær viðræður sem uppi eru milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera.

Lítið verði að frétta af þeim viðræðum fyrr en á föstudag þegar fundur sé boðaður sem væntanlega skipti sköpum í viðræðunum. 

Að sögn Vilhjálms kemur fátt á óvart í verðbólgumælingunni nú enda viðbúið að vörur myndu hækka vegna lágs gengis krónunnar.  Verðhækkanir vegna gengisbreytinganna hafa ekki allar komið fram að sögn Vilhjálms.

„Vegna þess einfaldlega að fyrirtæki hafa ekki getað hækkað verð á ýmsum hlutum. Í mörgum tilvikum vegna markaðsaðstæðna þar sem vara og þjónusta hefur einfaldlega ekki selst ef verðleggja ætti í samræmi við tilefnið," segir Vilhjálmur.

Hann segir að eftir því sem gengi krónunnar helst lengur lágt þá hljóti það að síga út í verðlagið. Þegar gengi krónunnar hækkaði um tíma þá hafi það strax komið fram í verðlækkunum. Nú þegar gengið er lágt þá skilar það sér í hækkun verðlags. 

mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka