Hlutabréfavísitölur lækkuðu almennt í Asíu í morgun og skýrist það einkum af kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu. Hlutabréfavísitölur hafa einnig lækkað í Evrópu í morgun, FTSE vísitalan í Lundúnum um 0,76%, DAX í Frankfurt um 1,38% og CAC í París um 1,32%.
Meðal þeirra félaga sem hafa lækkað í kauphöllinni í París er Danone en félagið, sem er einn stærsti framleiðandi barnamats í heiminum, hefur ákveðið að bjóða út nýtt hlutafé.