Verðbólgan mælist 11,6%

Hækkun á eldsneytisverði er ein megin skýring hækkunar vísitölu neysluverðs …
Hækkun á eldsneytisverði er ein megin skýring hækkunar vísitölu neysluverðs nú. Reuters

Vísi­tala neyslu­verðs  hækkaði um 1,13% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði hún um 1,44% frá apríl. Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 11,6% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 15,5%.

Í apríl mæld­ist tólf mánaða verðbólga 11,9% þannig að lækk­un verðbólg­unn­ar nú er mun hæg­ari held­ur en mánuðina á und­an. Í apríl fór tólf mánaða verðbólga úr 15,2% í 11,9%. Í fe­brú­ar mæld­ist verðbólg­an 17,6% en í janú­ar 18,6%.

Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 0,98% sem jafn­gild­ir 4,0% verðbólgu á ári (10,2% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Eldsneytis­verð hækkaði um 4,9% og á flug­far­gjöld­um um 22,6%

Verð á bens­íni og díselol­íu hækkaði um 4,9% (vísi­tölu­áhrif 0,22%) og verð á bíl­um um 4,9% (0,17%).

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis hækkaði um 1,0% (0,14%). Áhrif af hækk­un markaðsverðs voru 0,18% en á móti komu áhrif af lækk­un raun­vaxta um -0,04%. Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 0,8% (0,11%). Verð á flug­far­gjöld­um til út­landa hækkaði um 22,6% (0,17%), að því er seg­ir í frétt Hag­stofu Íslands.

Verðbólg­an hef­ur hjaðnað hratt að und­an­förnu en hún stóð í 18,6% í upp­hafi árs. Hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs nú er mun meiri held­ur en spár grein­ing­araðila hljóðaði upp á. Verðbólgu­spá IFS grein­ing­ar fyr­ir maí­mánuð hljóðaði upp á 0,3% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs. Ef sú spá hefði gengið eft­ir hefði verðbólg­an mælst 10,7% í stað 11,6%.  Grein­ing Íslands­banka spáði því að vísi­tala neyslu­verðs myndi hækka um 0,4% í maí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka