Ari Skúlason hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landsvaka hf., rekstrarfélags verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans, í stað Tryggva Tryggvasonar sem hefur verið ráðinn til Saga Capital. Tekur Ari við starfinu í dag.
Ari hefur starfað hjá Landsbankanum um nokkurra ára skeið en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og hagfræðingur sambandsins. Eins var hann framkvæmdastjóri Aflvaka, atvinnuþróunarfélags í eigu Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurhafnar.