Hættir sem forstjóri Sjóvár

Þór Sigfússon.
Þór Sigfússon. mbl.is/Sverrir

Þór Sigfússon mun láta af störfum sem forstjóri Sjóvár á næstunni. Þetta kom fram í máli Þórs á fundi með starfsmönnum sem nú stendur yfir. Hefur Hörður Arnarson, fyrrverandi forstjóri Marels, verið ráðinn forstjóri.

Þór mun ekki láta af störfum strax heldur vinna við hlið Harðar fyrst um sinn.

Skilanefnd Glitnis er að ljúka endurskipulagningu á rekstri Sjóvár og verður því starfi væntanlega lokið innan tveggja daga. Gert er ráð fyrir að fjárfestingastarfsemi félagsins verði aðskilin frá vátryggingastarfsemi þess. Í því felst að nýtt félag verður stofnað um vátryggingarstarfsemina undir merkjum Sjóvár og hefur Fjármálaeftirlitinu verið send umsókn um starfsleyfi frá nýja félaginu. 

Skilanefnd Glitnis segir, að  endurskipulagningin muni ekki hafa áhrif á  daglega starfsemi Sjóvár, sem muni áfram veita viðskiptavinum sínum sömu góðu þjónustu og það hafi gert hingað til.

 

Hörður Arnarson
Hörður Arnarson Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK