Staða íslensku lífeyrissjóðanna góð í alþjóðlegu samhengi

Afkoma íslensku lífeyrissjóðanna er sú næst besta í Evrópu, á eftir þeim svissnesku, samkvæmt úttekt Wall Street Journal. Þar kemur fram að fáar góðar fréttir hafi borist frá Íslandi að undanförnu aðrar en góð frammistaða Jóhönnu Guðrúnar í Eurovision-keppninni og nú afkoma lífeyrissjóðanna sem er góð í samanburði við lífeyrissjóði í öðrum Evrópulöndum.

Í Wall Street Journal er haft eftir Robin Creswell, sem starfar hjá Payden & Rygel, sem hefur umsjón með eignum þriggja stærstu íslensku sjóðanna, að eignir einhverra þeirra hafi rýrnað um 4% á síðasta ári en að meðaltali hafi eignir þeirra rýrnað um 9,2% á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá samtökum lífeyrissjóða á Íslandi.

Sænskir lífeyrissjóðir urðu illa úti á síðasta ári en virði eigna fjögurra lífeyrissjóða ríkisins rýrnaði um rúm 20% á síðasta ári.

Grein Wall Street Journal í heild


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka