Hagkerfi Litháen dróst saman um 13,6%

Frá Vilnius, höfuðborg Litháens.
Frá Vilnius, höfuðborg Litháens. mbl.is/GSH

Hagkerfi Litháen dróst saman um 13,6% á fyrsta fjórðungi ársins, samanborið við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Er þetta meiri samdráttur en spáð höfðu gert ráð fyrir.

Er þetta dýpsta efnahagslægð, sem farið hefur yfir landið frá því byrjað var að halda sambærilegar skrár árið 1995. Landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1990. 

Mikill uppgangur hefur verið í Litháen á undanförnum árum eins og í hinum Eystrasaltslöndunum þremur. Þau gengu öll í Evrópusambandið árið 2004. Þannig mældist hagvöxtur 8,9% árið 2007 og 7,8% árið 2006. Árið 2008 dró hins vegar úr vextinum og hann mældist 3%. 

Nú spáir seðlabanki landsins því að samdráttur á árinu öllu verði 15,6%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK