Breska verslunarkeðjan Booker Group tilkynnti í morgun að hún muni á næstu dögum hefja viðræður við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22 prósenta hlutar fyrirtækinu.
Hluturinn var áður í eigu Kaupthing Singer&Friedlander í Bretlandi, sem áður var dótturfélag Kaupþings banka. Singer&Friedlander á Mön var tekið til gjaldþrotaskipta nýverið og í kjölfarið fluttist hluturinn yfir til PwC. Virði hans er talið vera um 11 milljónir punda, eða 22 milljarðar króna.
Charles Wilson, forstjóri Booker, sagði við fréttastofu Reuters, að fyrirtækið liti svo á að eignarhluturinn hefði flust úr einu þrotabúi Kaupþings yfir í annað. Þess vegna myndi myndu forsvarsmenn Booker setjast niður með fulltrúum PwC í þessari eða næstu viku.
Booker hagnaðist um 47,2 milljónir punda, um 9,5 milljarða króna, fyrir skatta á síðasta ári. Hagnaðartölurnar voru hærri en búist hafði verið við.