Telur bjartari tíma framundan

Barack Obama ásamt Jeff Immelt.
Barack Obama ásamt Jeff Immelt. Reuters

Jeff Immelt, forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Electric, sagðist í morgun telja, að botni fjármálakreppunnar hefði verið náð, aðallega vega umfangsmikilla aðgerða stjórnvalda víða um heim. Hann sagðist reikna með hertum reglum og auknu eftirliti með fjármálamarkaði.

Immelt flutti erindi á fundi bandaríska viðskiptaráðsins í Japan í morgun og sagði að vegna aðgerða stjórnvalda væri nú mun meira framboð á lánsfé en áður og dregið hefði úr lausafjárskorti.

„Ástandið á fjármálamarkaðnum hefur batnað til muna," sagði Immelt. „Ég held að það versta sé yfirstaðið."

Hann bætti við, að alþjóðleg samkeppni yrði án efa harðari en áður þar sem stjórnvöld myndu herða reglur, þar á meðal kröfur í umhverfismálum.  Án efa yrði um að ræða mikla endurskipulagningu á fjármálamarkaði vegna þessa.

„Meðan á kreppunni stóð fluttu ríkisstjórnir inn í næsta hús og þær eru ekki á leiðinni í burtu," sagði hann.  

Immelt sagði, að fyrirtæki þyrftu að kanna nýjar leiðir í auðlindanýtingu og vera reiðubúin að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK