Yfirtökutilboð í Alfesca

Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding SAS, mun gera hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu.

Fram kemur í tilkynningu, að í dag hafi Lur Berri Holding SAS, Kjalar Invest B.V., Alta Food Holding B.V., Kaupthing Singer & Friedlander Ltd.  og tilteknir stjórnendur Alfesca, þar á meðal forstjóri, fjármálastjóri og framkvæmdastjórar tiltekinna dótturfélaga Alfesca, gert  með sér samninga um stjórn og rekstur Alfesca.

Vegna samninganna er litið svo á að þessir samstarfsaðilar hafi með sér samstarf um stjórnun og rekstur Alfesca en þeir eiga samtals 67,44% af útgefnu hlutafé Alfesca og fara sameiginlega með 67,83% af atkvæðisrétti.

Enginn samstarfsaðilanna hyggst selja hlutabréf sín í tengslum við tilboðið og nær það því til annarra hluthafa. Einnig hefur Lur Berri Iceland fengið skuldbindandi yfirlýsingar frá hluthöfum, sem eiga 11,89% hlut í Alfesca og 11,96% af atkvæðisrétti, um að þeir muni samþykkja tilboðið.

Tilboðsverðið er 4,5 krónur í reiðufé fyrir hvern hlut í Alfesca en það er 32,4% hærra en síðasta viðskiptaverð á markaði í dag, sem var 3,4 krónur. Samkvæmt þessu er markaðsvirði Alfesca 26.450 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK