Afgangur af vöruskiptum

Sjávarafurðir eru nú 43,6% alls útflutnings.
Sjávarafurðir eru nú 43,6% alls útflutnings.

Hag­stof­an hef­ur birt end­an­leg­ar töl­ur um vöru­skipti í apríl og eru þær sam­hljóða bráðabirgðatöl­um, sem birt­ar voru í byrj­un maí. Flutt­ar voru út vör­ur fyr­ir 31,7 millj­arða króna og inn fyr­ir 29,4 millj­arða. Vöru­skipt­in í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því hag­stæð um 2,3 millj­arða króna.

Í apríl 2008 voru vöru­skipt­in óhag­stæð um 0,9 millj­arða króna á sama gengi.

Fyrstu fjóra mánuðina 2009 voru flutt­ar út vör­ur fyr­ir 132,4 millj­arða króna en inn fyr­ir 115,5 millj­arða króna. Af­gang­ur var því á vöru­skipt­un­um við út­lönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 16,9 millj­örðum en á sama tíma árið áður voru þau óhag­stæð um 37,8 millj­arða á sama gengi. Vöru­skipta­jöfnuður­inn var því 54,7 millj­örðum króna hag­stæðari en á sama tíma árið áður. 

Fyrstu fjóra mánuði árs­ins 2009 var verðmæti vöru­út­flutn­ings 43,2 millj­örðum eða 24,6% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjáv­ar­af­urðir voru 43,6% alls út­flutn­ings og var verðmæti þeirra 20,2% minna en á sama tíma árið áður.  Útflutt­ar iðnaðar­vör­ur voru 48,3% alls út­flutn­ings og var verðmæti þeirra 20,8% minna en á sama tíma árið áður. Mest­ur sam­drátt­ur varð í verðmæti út­flutn­ings iðnaðar­vara, aðallega áls, en einnig var sam­drátt­ur í út­flutn­ingi á sjáv­ar­af­urðum.

Fyrstu fjóra mánuði árs­ins 2009 var verðmæti vöru­inn­flutn­ings 97,9 millj­örðum eða 45,9% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sam­drátt­ur varð í verðmæti nær allra liða inn­flutn­ings, mest í fjár­fest­inga­vöru, hrá- og rekstr­ar­vöru og flutn­inga­tækj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK