Glitnir sektaður um 4 milljónir

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir. mbl.is/Golli

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að sekta Glitni um 4 milljónir króna fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Snýst málið um fyrirhuguð hlutafjárkaup Birnu Einarsdóttur, núverandi bankastjóra Íslandsbanka, sem aldrei varð af en

Glitnir tilkynnti Kauphöll Íslands 29. mars 2007 um hlutabréfakaup Birnu í
bankanum, alls 7 milljónir hluti fyrir 184,8 milljónir króna. Bankinn hugðist veita lán fyrir kaupunum, gegn veði í bréfunum.

Þegar Birna ætlaði að nýta atkvæðisrétt sinn á aðalfundi 20. febrúar 2008 kom í ljós að hún var ekki eigandi bréfanna. Fyrrnefnt lán var ekki veitt vegna villu í lánasamningi og þar sem lánið var ekki veitt gátu viðskipti og eignartilfærsla ekki átt sér stað.

Rannsókn Fjármálaeftirlitsins haustið 2008 leiddi í ljós að umrædd viðskipti gengu aldrei í gegn af ástæðum óviðkomandi Birnu og að umræddur kaupsamningur væri niður fallinn. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Glitnir hefði brotið gegn ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti þar sem leiðrétt tilkynning var ekki send, þegar mátti vera ljóst að kaup Birnu á hlutum í Glitni hefðu ekki átt sér stað.


Fjármálaeftirlitið segir, að samkvæmt 126. grein laganna beri útgefanda að tilkynna samdægurs til Fjármálaeftirlitsins þegar fruminnherji eigi viðskipti með fjármálagerninga útgefandans. Samkvæmt 127. grein beri
útgefanda þegar í stað að senda upplýsingar um viðskipti stjórnenda með hluti í útgefandanum, og aðra fjármálagerninga tengda þeim, til opinberrar birtingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK