Fékk strax starfstilboð

Styrmir Þór Bragason.
Styrmir Þór Bragason.

Styrmir Þór Bragason, sem er að láta af starfi sem forstjóri MP banka, segist ekki geta neitað því að hafa fengið starfstilboð eftir að upplýst var um ráðningu Gunnars Karls Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, í hans stað í gær. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur.

„Ég hef hugleitt það frá falli bankanna í haust að gera breytingar á mínu starfi,“ segir Styrmir Þór, „og tók ákvörðun um að segja upp í ljósi þess að maður getur skilið við bankann jafn sterkan og raun ber vitni.“

Styrmir Þór tók við stjórnartaumum fyrirtækisins fyrir þremur árum. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið í 75 starfsmenn úr 25 og breyst úr fjárfestingabanka í viðskiptabanka. Í ljósi breytinga á starfseminni var ágætt að söðla um, að hans sögn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK