Talið er að mál Kaupþings vegna félagsins Black Sunshine, sem verið hefur til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu, endi hjá embætti sérstaks saksóknara. Sagt var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Sagði þar að lán að andvirði 80 milljarða króna hafi verið færð inn í Black Sunshine. Lán þessi hafi verið orðin verðlítil þar sem veð fyrir þeim hafi mörg hver verið orðin verðlaus. Meðal annars hafi veðin verið í hlutabréfum í gjaldþrota fyrirtækjum.
Í stað þess að afskrifa þau Kaupþing fært þau í reikninga sem lán til félagsins Black Sunshine, til að fegra stöðu bankans í augum utanaðkomandi. Sagði í fréttum Stöðvar 2 að skýrsla frá PriceWaterhouseCoopers um málið hafi legið fyrir í Fjármálaeftirlitinu um hríð.