General Motors bjargað frá gjaldþroti

Reuters

Óvissa rík­ir um framtíð nokk­ur þúsund starfa í Evr­ópu eft­ir að banda­ríski bíla­fram­leiðand­inn Gener­al Motors (GM) fékk í dag gjaldþrota­vernd fyr­ir gjaldþrota­dóm­stól í Banda­ríkj­un­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti mun ávarpa þjóðina síðar í dag og út­skýra málið nán­ar en í björg­un­araðgerðum banda­ríska fjár­málaráðuneyt­is­ins vegna fyr­ir­tæk­is­ins mun m.a. vera gert ráð fyr­ir að ein­ung­is hag­kvæm­ustu verk­smiðjur og deild­ir fyr­ir­tæk­is­ins verði starf­rækt­ar áfram. 

Sam­kvæmt heim­ild­um fjöl­miðla þar í landi samþykkti um helm­ing­ur lána­drottna fé­lags­ins björg­un­ar­áætl­un ráðuneyt­is­ins í gær en hún ger­ir ráð fyr­ir því að þeir eign­ist 25% hlut í fyr­ir­tæk­inu í stað skulda sinna.

Á meðal þeirra sem studdu aðgerðina voru stór­ir fjár­fest­ar sem áttu um það bil fimmt­ung af úti­stand­andi skulda­bréf­um Gener­al Motors, sem nema í heild­ina 27,2 millj­örðum dala.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK