71,5 milljarða halli hjá Reykjavík

Ársreikningur Reykjavikurborgar liggur fyrir og verður kynntur í dag.
Ársreikningur Reykjavikurborgar liggur fyrir og verður kynntur í dag. mbl.is/Júlíus

Samanlagður halli á samstæðurekstri Reykjavíkurborgar árið 2008 var 71,5 milljarður króna, samkvæmt heimildum mbl.is. Þetta kemur fram í ársreikningi borgarinnar sem verður kynntur á borgarstjórnarfundi sem hefst klukkan 14 í dag. Reiknað hafði verið með tíu milljarða afgangi.

Langtímaskuldir borgarinnar hækka úr 114 milljörðum króna í 231 milljarð króna. Mestan hluta hallarekstursins má rekja til Orkuveitu Reykjavíkur, en hún er í 93,5 prósent eigu Reykjavíkurborgar.  Halli á rekstri Orkuveitunnar á síðasta ári nam  73 milljörðum króna á árinu 2008.

Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar  jákvæð um rúmlega 2,3 milljarða og rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A og B-hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um rúmlega 8 milljarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK