Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur náð samkomulagi við kínverska iðnfyrirtækið Sichuan Tengzhong um sölu á vörumerkinu Hummer. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum kemur fram að Tengzhong kaupi réttinn til að framleiða Hummer-bíla og yfirtaka sölusamninga.
Ekki er búið að ganga endanlega frá samningum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn og aðrir starfsmenn sem tengjast framleiðslu á Hummerbílum starfi áfram. Segir GM að með þessu hafi um 3000 störf verið tryggð.