Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tapaði 169 milljónum evra, jafnvirði 29,5 milljarða króna, á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í mars. Ástæðurnar eru einkum hátt eldsneytisverð og afskriftir á eignarhlut Ryanair í Air Lingus.
Rekstarárið á undan var 390 milljóna evra hagnaður á rekstri Ryanair.
Félagið segir, að eldsneytiskostnaður hafi aukist um 59% milli ára. Á sama tíma fjölgaði farþegum um 15% og voru samtals 58,5 milljónir. Þá jukust sölutekjur um 8,5% og voru 2,94 milljarðar evra.
Ryanair segist reikna með að 2-300 milljóna evra hagnaður verði á núverandi fjárhagsári.