Tap á rekstri Ryanair

Írska lággjalda­flug­fé­lagið Ry­ana­ir tapaði 169 millj­ón­um evra, jafn­v­irði 29,5 millj­arða króna, á síðasta rekstr­ar­ári fé­lags­ins sem lauk í mars. Ástæðurn­ar eru einkum hátt eldsneytis­verð og af­skrift­ir á eign­ar­hlut Ry­ana­ir í Air Ling­us.

Rekst­ar­árið á und­an var 390 millj­óna evra hagnaður á rekstri Ry­ana­ir.  

Fé­lagið seg­ir, að eldsneyt­is­kostnaður hafi auk­ist um 59% milli ára. Á sama tíma fjölgaði farþegum um 15% og voru sam­tals 58,5 millj­ón­ir. Þá juk­ust sölu­tekj­ur um 8,5% og voru 2,94 millj­arðar evra.   

Ry­ana­ir seg­ist reikna með að 2-300 millj­óna evra hagnaður verði á nú­ver­andi fjár­hags­ári. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK