Bregðist við breyttum veruleika

Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair.
Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair.

Birk­ir Hólm Guðna­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir ís­lenskt at­vinnu­líf þurfa að horf­ast í augu við breytt­an veru­leika og reyna að nýta þau tæki­færi sem í hon­um felst. Þau fyr­ir­tæki sem eru með tekj­ur í er­lendri mynt, en kostnað að veru­legu leyti í krón­um, geti nýtt tæki­færi sín bet­ur. „Fyr­ir­tæki, og stjórn­völd að því leyti sem það snýr að þeim, verða að bregðast hratt við geng­is­falli krón­unn­ar svo að ís­lenskt efna­hags­líf upp­lifi ekki aðeins nei­kvæðar hliðar þess held­ur líka já­kvæðar. At­hygl­in sem hef­ur verið á Íslandi er­lend­is síðan banka­kerfið hrundi er lík­lega mesti „fókus“ sem landið hef­ur fengið á sig ára­tug­um sam­an. Kann­an­ir hafa sýnt að ímynd lands­ins hef­ur ekki skaðast við þetta. Þess vegna þarf að nýta þessa at­hygli bet­ur. Kynna landið fyr­ir ferðamönn­um og eft­ir at­vik­um er­lend­um fjár­fest­um og fyr­ir­tækj­um. Þó við séum enn að vinna okk­ur út úr bráðavanda þá þarf stefnu­föst vinna við kynn­ingu á þeim tæki­fær­um sem breytt­ar aðstæður fela í sér að hefjast strax. Við hjá Icelanda­ir erum mitt í þess­ari vinnu, á ýms­um stig­um inn­an fé­lags­ins,“ seg­ir Birk­ir.

Gengið á ýmsu

Það hef­ur mætt mikið á Birki Hólm síðan hann tók við starfi for­stjóra hjá flug­fé­lag­inu 1. maí í fyrra. Til móður­fé­lags­ins, Icelanda­ir Group, hafði þá ný­lega verið ráðinn nýr for­stjóri, Björgólf­ur Jó­hanns­son, sem fljót­lega boðaði um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á rekstr­in­um. „Það er óhætt að segja að það hafi gengið á ýmsu, sér­stak­lega hvað varðar ytri aðstæður, allt frá því ég tók við starf­inu. Sé litið yfir far­inn veg þá tel ég að þær um­fangs­miklu hagræðing­araðgerðir sem við réðumst fljótt í hafi verið nauðsyn­leg­ar og skilað mikl­um ár­angri,“ seg­ir Birk­ir.

Um mitt ár í fyrra stóð olíu­verð í 147 doll­ur­um á fati, sem er hæsta verð sem olía hef­ur farið í á markaði nokkru sinni. Til sam­an­b­urðar var verðið á fat­inu um 25 doll­ar­ar árið 2003. Það hef­ur að und­an­förnu verið á bil­inu 60 til 70 doll­ar­ar. Þetta háa verð gróf und­an rekstri flug­fé­laga á heimsvísu, að sögn Birk­is, og þurrkaði mörg þeirra út. „Það sem skipti sköp­um fyr­ir okk­ur var að ráðast hratt í hagræðing­araðgerðir, ekki aðeins til að mæta skamm­tíma­sveifl­um, held­ur ekki síður til þess að laga fé­lagið að breyttu rekstr­ar­um­hverfi til fram­búðar. Við dróg­um úr fram­boði um 25 til 28 pró­sent til þess að mæta minnk­andi eft­ir­spurn. Sæta­nýt­ing­in í ferðum okk­ar hélst þannig í viðund­andi horfi. Við höf­um síðan alltaf lagað okk­ur hratt að sveifl­um, og þær hagræðing­araðgerðir sem ráðist var á ýms­um stjórn­un­arstig­um inn­an fé­lags­ins, miðuðu öðru frem­ur að því að stytta boðleiðir til þess að geta breytt hlut­um hraðar. Banka­hrunið síðastliðið haust var vita­skuld eitt­hvað sem eng­inn gat séð fyr­ir en áhrif­in af því, og falli krón­unn­ar, hafa verið þau að Íslend­ing­ar ferðast mun minna en áður sem bitn­ar auðvitað á rekstr­in­um. En það fel­ast líka í þess­ari stöðu tæki­færi sem mik­il­vægt er að greina vel og nýta. Að því ein­beit­um við okk­ur nú,“ seg­ir Birk­ir.

Birk­ir Hólm seg­ir enn frem­ur að þrátt fyr­ir að lána­stofn­an­ir og aðrir kröfu­haf­ar ráði nú yfir fé­lag­inu, þá þýði það ekki að rekst­ur Icelanda­ir sé í mol­um. Þvert á móti geti fé­lagið eflt leiðakerfi sitt í því ár­ferði sem nú er, og ein­blínt meira á er­lenda markaði. „Til framtíðar gæti þetta tíma­bil verið Icelanda­ir mjög mik­il­vægt,“ seg­ir Birk­ir.

Sjá nán­ar í Viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins á morg­un

Birkir Hólm Guðnason, sést hér ásamt Leif Johan Sevland, borgarstjóra …
Birk­ir Hólm Guðna­son, sést hér ásamt Leif Joh­an Sev­land, borg­ar­stjóra í Stavan­ger, eft­ir áætl­un­ar­flug Icelanda­ir til Stavan­ger í gær. Þangað hyggst fé­lagið fljúga tvisvar í viku í sum­ar.
Icelandair Boeing 757
Icelanda­ir Boeing 757
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK