Efnahagsbrotadeild með húsleitir

Leitað var á tveimur heimilum Hannesar Smárasonar í morgun.
Leitað var á tveimur heimilum Hannesar Smárasonar í morgun. mbl.is/Golli

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit á tveimur heimilum Hannes Smárasonar, fyrrum forstjóra FL Group, að Fjölnisvegi 9 og 11 í morgun í tengslum við möguleg skattalagabrot félaga í eigu Hannesar, samkvæmt heimildum mbl.is   

Auk þess gerði efnahagsbrotadeildin húsleit á lögfræðistofunni LOGOS í morgun, en Gunnar Sturluson, faglegur stjórnandi LOGOS, var framkvæmdastjóri og sat í stjórnum félaga í eigu Hannesar á þeim tíma sem grunuð brot áttu að hafa verið framin. Gunnar sagði sig frá félögunum í lok nóvember síðastliðins.

Heimildir Morgunblaðsins herma að rannsóknin tengist meðal annars mögulegum skattalagabrotum eignarhaldsfélaganna Oddaflugs og Prímus, sem bæði eru í eigu Hannesar.

Þetta var önnur húsleitin sem framkvæmd var hjá LOGOS í dag en fulltrúar embættis sérstaks saksóknara fóru einnig þangað inn í morgun. Sú húsleit var liður í rannsókn embættisins á meintri markaðsmisnotkun og hugsanlegum auðgunarbrotum vegna kaupa Q Iceland Finance ehf. á hlutabréfum í Kaupþingi síðastliðið haust.

Í morgun var einnig gerð leit í vefhýsingunni hjá LOGOS til þess að nálgast ýmis rafræn gögn. Þar voru haldlagðir tölvupóstar og önnur rafræn skjöl, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK